Þú breytir öllu
Yfirskrift Bleiku slaufunnar 2024 vísar til þess hve stuðningur aðstandenda og samfélagsins alls er mikilvægur í baráttunni við krabbamein. Með öllum stuðningi, stórum eða smáum, má gera mikið gagn.


stefnumótun
hugmyndavinna
grafísk hönnun
textasmíði
almannatengsl
Aðstandendur í aðalhlutverki
Bleika slaufan 2024 er fagurbleikur og skínandi blómakrans fléttaður úr þremur nýútsprungnum blómum. Kransinn samanstendur af vafningum sem vefjast um hvern annan og tákna þannig þá umhyggju og stuðning sem við njótum flest á erfiðum tímum.
Markmiðið var að skapa 30 daga auglýsingaherferð til að vekja athygli á starfsemi krabbameinsfélagsins og safna fé í gegnum sölu á Bleiku slaufunni.


Hlutverk aðstandenda getur verið krefjandi en er mikilvægt fyrir batahorfur og lífsgæði þeirra sem sem glíma við krabbamein. Allur stuðningur, stór eða smár, gerir gagn og með því að kaupa Bleiku slaufuna hjálpar þú Krabbameinsfélaginu að bjóða upp á fría þjónustu til krabbameinsgreindra einstaklinga og aðstandenda þeirra.
Boðskapur Bleiku slaufunnar 2024, Þú breytir öllu, vísar til þess hve stuðningur og samfélagsins alls er mikilvægur í baráttunni við krabbamein. Í sjónvarpsauglýsingunni fylgjumst við með tímaskeiði í lífi konu sem greinist með krabbamein. Hennar nánasta fólk styður hana með stórum og litlum gjörðum í gegnum þessar erfiðu og krefjandi reynslu. Samhliða auglýsingunni deildi Krabbameinsfélagið fræðsluefni, hélt viðburði, auglýsingar með þekktu fólki voru birtar og Bleiki dagurinn var haldinn hátíðlegur þann 23. október.




Fagurbleik blanda af hugvekjum og söluskilaboðum á helstu auglýsingamiðlum

Styrkurinn felst í samstöðu okkar





