Hver drap Friðrik Dór?

Þáttaröðin leysti upp mörkin á milli raunveruleikans og skáldskapar. Kynningarherferðin sem kynnti sjónvarpsþættina fór inn á gráa svæðið milli þess hefðbundna og óhefðbundna.

Hero

hugmyndavinna

grafísk hönnun

hreyfigrafík

framleiðsla

Söguhetjur þáttanna „Hver drap Frikka Dór?”, í Sjónvarpi Símans Premium, koma fram undir eigin nafni og ekki er ljóst hvort um heimildarmynd, spennu- eða gamanþátt er að ræða. Í PR hluta markaðsherferðar þáttanna var unnið með sömu bjögun á raunveruleikanum. Um nokkura vikna skeið hegðaði Villi Neto sér á sama undarlega hátt og í þáttununum, bæði í raunheimum og á samfélagsmiðlum, og þótti sumum af aðstandenda hans hans nóg um.

Heimagerð skilti, veggjakrot og falskar fréttir bættu lagi af dulúð við herferðina og Friðrik Dór lék sitt hlutverk með því að láta ekki ná í sig í lengri tíma.

Þórunnartún 2
105 Reykjavík

TVIST á Instagram
TVIST á Facebook

Hefur þú áhuga á samstarfi?

Við erum alltaf til í gott kaffispjall

©TVIST 2012 - 2025.

Allur réttur áskilinn